Af hverju Atmos Cloud?

Framúrskarandi reynsla og þekking

Við búum yfir 60 ára samanlagðri reynslu á sviði upplýsingatæknimála. Við höfum að geyma heimsklassa Microsoft skýjalausnaþekkingu og leitumst við að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.

Við erum bestir

Við teljum okkur þá bestu á Íslandi í Microsoft skýjalausnum, þ.e. í hönnun, innleiðingum, rekstri, leyfisráðgjöf, kennslu, regluverki og öryggismálum, ásamt almennri ráðgjöf við skýjaþjónustur.

Virðisaukandi þjónusta

 • Mánaðarlegar stjórnendaskýrslur yfir rekstur á skýjaumhverfinu þínu án endurgjalds
 • Sérhæfing okkar í Microsoft skýjalausnum, skýr fókus
 • Virðisbætum gögnin þín með nýrri sýn
 • Bakland með fjölda samstarfsaðila
 • Hugur og hugsun

  Við setjum okkur í spor viðskiptavina okkar og skiljum að sami skórinn passar hvorki né hentar öllum. Við nýtum okkar tækniþekkingu og reynslu til að veita framúrskarandi ráðgjöf í samvinnu við viðskiptavini okkar. Við vitum að góð ráðgjöf er samtal og samvinna, ekki monolog.

  Umhverfisstefna Atmos Cloud

  Við erum meðvituð um umhverfið okkar. Okkar stefna er að lágmarka neikvæðra umhverfisáhrifa vegna starfssemi okkar, lausna og þeirrar þjónustu sem við veitum. Umhverfisáhrif hefur ávallt mikið vægi í okkar ákvarðatöku. Okkar stærsti og aðal samstarfsaðili fyrirtæki, Microsoft, var árið 2019 flokkað sem umhverfisvænasta fyrirtækið í Bandaríkjunum. 
  Við vinnum að sjálfbærum þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

  Baklandið

  Við erum Microsoft partner sem þýðir að við höfum gott aðgengi að Microsoft og þeirra tengiliða. Þetta hjálpar okkur við tæknilega aðstoð, þróun, sölu og markaðsmál. Einnig höfum við aðgengi að öllu nýjasta kennsluefni Microsoft. Alla þessa auknu þjónustu og reynslu miðlum við til okkar viðskipavina eins vel og við getum.

  Dæmi um hvernig við getum aðstoðað við þína skýjavegferð

  • Skref 1


   Fyrsti fundur gefur okkur betri sýn á hvar þitt fyrirtæki er statt í dag.

  • Skref 2


   Atmos Cloud vinnur og afhendir 1-3 ára áætlun og hönnun fyrir þína skýjavegferð.

  • Skref 3


   Þegar áætlun og hönnun hefur verið samþykkt hefst vinna við fyrsta áfanga. Leyfisráðgjöf gæti t.d. verið fyrsta skrefið og þannig sparað þér hundruði þúsunda.
  • Skref 4


   Innleiðing á Microsoft 365 og Microsoft Teams með kennslu fyrir notendur væri skref inní framtíðina og skref í átt að því sem Microsoft kallar modern workplace.

  • Skref 5

   Regluleg öryggisúttekt skýjalausna hjá fyrirtækjum er mikilvæg og nauðsynleg. Með Azure Secure Center og Azure Sentinel færðu einfaldari og betri sýn á gögnin þín.

  • Skref 6


   Azure hýsing gagna ásamt fjölda annarar þjónusta í Azure skýinu er okkar sérfræðiþekking. Azure er öruggari, mun skalanlegri og hagkvæmari lausn en kerfishýsing.