Við elskum skýjalausnir
Til tunglsins og til bakaþess vegna köllum við okkur geimfara
atmos
Þjónusta

Microsoft 365
Öruggt, einfalt og hagkvæmt vinnuumhverfi fyrir alla, hvar og hvenær sem er, á jörðu sem og í geimi.
Greitt er fast verð á mánuði

Microsoft Azure
Skýjavegferð í Microsoft Azure býr til meira öryggi, sveigjanleika, hagkvæmni og meiri þjónustuhraða fyrir fyrirtæki.
Engin geimvísindi en Azure er stórt skref áfram.

Öflug Afritun
Atmos Cloud býður upp á afritun fyrir Microsoft 365 og Azure. Að geyma afrit af gögnum á öruggan hátt getur aldrei talist vitlaus hugmynd. Fáðu prufuaðgang í 14 daga og vertu áhyggjulaus til framtíðar.

Öryggi
Atmos öryggisþjónusta veitir skýrar upplýsingar hver staða fyrirtækisins hvað varðar öryggi. Þjónustan inniheldur stöðumat og alla vinnu við öryggi.
Af hverju Atmos?
Sérfræðingar í skýjalausnum
Teymi geimfara með djúpa Microsoft þekkingu og skýjalausnir sem sérsvið.
Við elskum skýjalausnir, geim og skýjaferðalög.
Skýjageimfarar okkar eru reynslumiklir, fljótir að hugsa, úrræðagóðir og lausnamiðaðir – Alveg eins og alvöru geimfarar.
100% fókus á skýjalausnir.
Bestu Microsoft skýjageimfarar landsins.
Lítil og meðalstór fyrirtæki
Við þjónustum alla og elskum alla, við erum geimfarar ekki geimverur.
Yfir 99% fyrirtækja á Íslandi eru lítil eða meðalstór fyrirtæki, þ.e. fyrirtæki með 250 eða færri starfsmenn.
Við þjónustum íslensk, útlensk og geimlensk fyrirtæki við þeirra skýjavegferð.
Öryggi, einfaldleiki og skalanleiki
Út í geimnum er öryggið alltaf númer eitt, tvö og þrjú, það sama á við hjá okkur á jörðu sem og himni (þ.e. í skýinu), Amen.
Skalanleiki er forsenda fyrir skjótri og sjálfbærri þjónustu Atmos Cloud, allsstaðar.
Atmos Cloud vill einfalda allt þó skýjageimferðir séu ekki alltaf einfaldar.
Framtíðarsýn
Okkar framtíðarsýn er skýr: “Cloud first”
Við viljum tryggja öryggi gagna, bæta nýtni og sjáfvirknivæða, en reynum alltaf að halda í einfaldleikann.

Traust
Hafðu samband
Við viljum heyra í þér.
Þó við séum geimfarar er engin þörf á að tengjast Starlink gervihnattþjónustu né öðrum gervihnöttum til að ná sambandi við okkur. Við notum lang mest gsm síma og tölvupóst.


