Þjónusta

Við erum þjónustudrifið tæknifyrirtæki sem leggur áherslu á Microsoft skýjalausnir fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og traust viðskiptasamband.

Microsoft 365

Microsoft 365 er skýjalausnaumhverfi sem gerir þér kleift að nálgast gögnin þín hvar og hvenær sem er með öruggum hætti. Microsoft 365 tengir saman fólk, tækifæri, gögn og gerir þér og þínu fyrirtæki kleift að vinna í nútíma vinnuumhvefi.

Microsoft 365 þjónusta í áskrift

A L L I R

M365 Þjónusta í áskrift

ALLIR pakkinn hentar vel fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem vilja ná vel utan um reksturinn og leyfin er viðkemur lausnum fyrir þitt fyrirtæki.          

Verð frá:

39.900

                                           kr./mán. án vsk.

M A R G I R

M365 Þjónusta í áskrift

MARGIR pakkinn hentar vel fyrirtækjum sem gera auknar kröfur á öryggi og  stjórnun á endabúnaði. Flestir viðsk.vinir Atmos Cloud velja Margir rekstraráskrfit.

Verð frá:

69.900

                                           kr. á mán. án vsk.

S U M I R

M365 þjónusta í áskrift

SUMIR pakkinn er fyrir þau fyrirtæki sem teljast meðalstór og stór fyrirtæki á Íslandi og er sniðið að fyrirtækjum sem leggja ríka áherslu á öryggi.     

Verð frá:

399.900

                                                  kr. á mán. án vsk.

Afhverju Microsoft 365?

Office forrit
Öll tæki innan fyrirtækissins eru uppfærð með nýjustu útgáfum af Word, Excel, PowerPoint og öðrum Office forritum.

Betri og skilvirkari samskipti
Með Microsoft Teams hefurðu allt á einum stað eins og hópaspjall, samskipti við ytri aðilla, dagbók, síma- og myndfundi.

Meiri skilvirkni
Með því að vinna með tölvupóstinn, dagatalið, tengiliði, verkliði (“tasks”) og fleira á einum og sama á stað, nærðu meiri skilvirkni.

Meiri sjálfvirkni og straumlínulögun
Með rétt formuðum eyðublöðum, verkflæði og sérsniðnum símaforritum nærðu fram betri straumlínulögun og sjálfvirkni.

Sérsniðið vinnusvæði
Auðvelt að bæta við fleiri Microsoft forritum sem og að tengjast þjónustum frá þriðja aðila.

Öruggari aðgangsheimildir
Fáðu aðgang að viðkvæmum upplýsingum með tveggja þátta auðkenningu og sjálfvirkum reglum (“policy-based rules”).

Gagnavernd
Aðgangsstýringar að fyrirtækjagögnum á búnaði í eigu fyrirtækja og í einkaeigu.

Vernd gegn netógnunum
Vernd gegn óöruggum viðhengjum, grunsamlegum tenglum og öðrum spilliforritum (“malware”).

Microsoft Azure

Microsoft er leiðandi á heimsvísu í skýjalausnaþjónustu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum.
Microsoft Azure er skýjalausnaumhverfi sem hjálpar við að breyta hugmyndum í lausnir. Umhverfið veitir frelsi til að byggja, stjórna og þróa lausnir, smáar sem stórar með þínum uppáhalds verkfærum og ferlum.
Skýjalausn er mikil breyting frá hefðbundnum hætti þegar fyrirtæki hugsa um upplýsingatækni, með skýjalausnum er afhending tölvuþjónustunnar breytt. Afhending og uppsetning netþjóna, gagnageymsla, gagnagrunna, netkerfa, hugbúnaðar, greininga og upplýsingaöflunar fara allar fram á internetinu (í “skýinu”), sem býður uppá hraðari uppbyggingu og nýsköpun með sveiganlegu fjármagni og stærðarhagkvæmni. Fyrirtæki greiða aðeins fyrir þá skýjaþjónustu sem þau nota sem hjálpar þeim við að lækka rekstrarkostnað og reksturinn verður skilvirkari.

Kostir Microsoft Azure

Meiri hraði
Þjónustan er framkvæmd með sjálfsafgreiðslu án biðtíma. Þannig er hægt að búa til nýjan netþjón eða annan tölvubúnað á nokkrum mínútum og jafnvel með nokkrum músarsmellum. Þetta gefur fyrirtækjum mikinn sveiganleika og minnkar verulega skipulag mannauðs.

Meira öryggi
Microsoft Azure notar marglaga, innbyggt öryggis- og eftirlitskerfi og einstaka vágreind frá Azure sem þekkir og veitir vörn gegn fjölmörgum ógnum og vágestum.

Minni kostnaður
Eyðir kostnaði við vélbúnað og hugbúnað sem setja þarf upp í kerfisrýmum t.d. þarf því ekki skápa fyrir netþjóna, rafmagn, kælingu og sérfræðinga til að stjórna kerfisrýmum.

Meiri skalanleiki
Einn af ávinningum á Azure skýjaþjónustu er hversu auðvelt er að skala lausnina. Skýjalausnir nýta auðlindir sínar mun betur t.d. er hægt að breyta (minnka eða auka við) tölvuafli, stærð á gagnageymslu og bandvídd á þeim tíma þegar og þar sem þess er krafist.

Meiri framleiðni
Við vinnu á tölvuumhverfi fer mikill tími í dagleg störf og má þar nefna hugbúnaðaruppsetningar, uppfærslur hugbúnaðar, uppsetningar á vélbúnaði og önnur tímafrek verk. Með skýjalausnum er ekki lengur þörf á mörgum þessara verkefna, þannig geta sérfræðingar eytt tíma sínum í önnur mikilvægari störf sem miða að markmiðum fyrirtækisins.

Meiri vinnslugeta
Azure er keyrt á gríðarlega öruggu neti gagnavera víðsvegar um heiminn sem reglulega eru uppfærð í nýjustu gerð vélbúnaða. Þannig vinnst mikill ávinningur samanborið við að hvert fyrirtæki þurfi að viðhalda sínu kerfisrými.

Meiri áreiðanleiki
Með skýjalausnum eru öryggisafrit gagna, endurheimt gagna og samfeldni í rekstri mun auðveldari þar sem með litlum tilkostnaði er hægt að spegla gögn á mörg gagnaver (“datacenters”) innan skýjaveitunnar.

Afhverju Microsoft Azure?