Atmos Cloud

Við sérhæfum okkur í skýjalausnum fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Við viljum sýna fram á hagstæðari, öruggari, einfaldari og þægilegri leiðir við að reka tölvuumhvefi fyrirtækja með skýjalausnum. Við veitum persónulega þjónustu og ráðgjöf sem endurspeglar okkar 60 ár samanlagt í faginu. Atmos Cloud var stofnað 2020 í Reykjavík en stofnendur eru eins og malt og appelsín á jólunum eða ískaldur öl á heitum sumardegi, þ.e. frábær blanda af vestfjarðarvíkingi, borgarbarni og suðurnesjamanni. Atmos Cloud er í 100% eigu stofnenda.

Teymið

Kúltúr

Við vinnum að því að skapa fyrirtækjamenningu sem heldur uppi skapandi, sjálfstæðu og ánægðu vinnuafli og hvetjum til heilbrigðs jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Við leggjum okkur fram við að vinna vel saman þar sem allir innan hópsins eru jafnir. Við hvetjum til þess að deila þekkingu til annara starfsmanna og fá hana margfalt til baka á gratís. Fyrirtækjapólitík á ekki heima hjá okkur og telst til sóunnar.
Atmos Cloud vinnur að sjálfbærum þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Af hverju Atmos Cloud?

Framúrskarandi reynsla og þekking
Við búum yfir 60 ára samanlagðri reynslu á sviði upplýsingatæknimála. Við höfum að geyma heimsklassa Microsoft skýjalausnaþekkingu og leitumst við að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina.
Við teljum okkur þá bestu á Íslandi í Microsoft skýjalausnum, þ.e. í hönnun, innleiðingum, rekstri, leyfisráðgjöf, kennslu, regluverki og öryggismálum, ásamt almennri ráðgjöf við skýjaþjónustur.

Virðisaukandi þjónusta

  • Mánaðarlegar stjórnendaskýrslur yfir rekstur á skýjaumhverfinu þínu án endurgjalds.
  • Sérhæfing okkar í Microsoft skýjalausnum, skýr fókus
  • Virðisbætum gögnin þín með nýrri sýn
  • Bakland með fjölda samstarfsaðila

Hugur og hugsun
Við setjum okkur í spor viðskiptavina okkar og skiljum að sami skórinn passar hvorki né hentar öllum. Við nýtum okkar tækniþekkingu og reynslu til að veita framúrskarandi ráðgjöf í samvinnu við viðskiptavini okkar. Við vitum að góð ráðgjöf er samtal og samvinna, ekki monolog.

Baklandið
Við erum Microsoft partner sem þýðir að við höfum gott aðgengi að Microsoft og þeirra tengiliða. Þetta hjálpar okkur við tæknilega aðstoð, þróun, sölu og markaðsmál. Einnig höfum við aðgengi að öllu nýjasta kennsluefni Microsoft. Alla þessa auknu þjónustu og reynslu miðlum við til okkar viðskipavina eins vel og við getum.

Umhverfisstefna Atmos Cloud
Við erum meðvituð um umhverfið okkar. Okkar stefna er að lágmarka neikvæðra umhverfisáhrifa vegna starfssemi okkar, lausna og þeirrar þjónustu sem við veitum. Umhverfisáhrif hefur ávallt mikið vægi í okkar ákvarðatöku. Okkar stærsti og aðal samstarfsaðili, Microsoft, var árið 2019 flokkað sem umhverfisvænasta fyrirtækið í Bandaríkjunum.
Við vinnum að sjálfbærum þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Laus störf

Sérfræðingur í Microsoft skýjalausnum
Við leitum að skýjaþjónustu sérfræðingi með frábæra þjónustulund til að taka þátt í teyminu okkar. Við bjóðum frábært starf þar sem unnið er bæði sjálfstætt og í teymi með hressu og skapandi fólki sem vill ná lengra alla daga. 

Sjá atvinnuauglýsingu →